Námskeiðið
Hundar eru ekki bara gæludýr heldur hluti af fjölskyldunni. En það er ekki alltaf auðvelt að skilja þá og það getur verið erfitt að átta sig á hvar vandamálið er og hvernig á að laga það eða forðast það til að byrja með.
Markmið mitt með þessu námskeiði er að veita þér allar nauðsynlegar upplýsingar til að gera líf þitt og hundsins þíns eins samstillt og mögulegt er og til að þú kynnist hundinum þínum betur.
Það sem þú munt læra
Þegar ég byrjaði að setja þetta námskeið saman, einbeitti ég mér að einfaldleika og hagkvæmni, og tryggði að allir kaflarnir væru auðveldir að fylgja eftir, jafnvel þótt þú sért ekki mikill hundanörd eins og ég. Þetta snýst allt um að útvega þér grunnkunnáttuna á þann hátt sem er náttúrulegur og streitulaus fyrir bæði þig og loðna félaga þinn. Ég hef bætt við kafla um öll mikilvægustu efni hundaeignar og þjálfunar. Ef þér finnst vanta efni vinsamlega láttu mig vita og ég bæti því við. Það sem er snilld við þetta námskeið er að þú aðgangurinn þinn að því rennur ekki út og það er í sífelldri þróun svo þú getir fylgst með öllu.
Dæmi um kaflana sem finnast
Hundaþjálfarinn
Hæ! Ég heiti Sara Sigurðardóttir. Ég hef yfir 10 ára reynslu af hundum en útskrifaðist nýlega sem hundaþjálfari með áherslu á atferli og þefleitaríþróttir. Ástríða mín er að færa hunda og eigendur nær saman í þjálfun.